Öskudagur

Upp er risinn öskudagur ...

Í dag hófum við skólastarfið með vinasöngstund þar sem eldri vinir sóttu vini sína í yngri bekkjum og fylgdu þeim fram í Fjallasal.  Þar stjórnuðu Bjarnabófarnir söngstund við undirleik undarlegs píanóleikara.

Að söngstundinni lokinni gengu nemendur til ýmissar verka, tóku þátt í spurningarkeppni, spiluðu félagsvist, og unnu að margs konar skemmtilegum verkefnum með kennurum og öðru starfsfólki.