Nemendur í 5. bekk tóku þátt í söfnuninni Börn hjálpa börnum 2010.

Nemendur gengu í hús hér á Selfossi og fengu frábærar móttökur hjá bæjarbúum.
Alls söfnuðust kr.- 107.340.

Að sögn ABC-barnahjálpar á Íslandi tóku alls 116 skólar þátt og 3.532 nemendur og hafa aldrei svo mörg börn tekið þátt og aldrei hefur safnast jafn há upphæð og núna eða samtals 9.358.399 á landsvísu. Það verður að teljast nokkuð gott þrátt fyrir kreppu og er kannski til marks um það að Íslendingar og þá ekki síst börnin hafa hjartað á réttum stað J
Stærsti hluti söfnunarfjárins fer í að byggja grunnskóla fyrir börnin á El Shaddai heimilinu í Chennai á Indlandi.
Hluti af söfnunarfénu var sendur til Burkina Faso til kaupa á sólarbökunarofnum fyrir fátækar fjölskyldur barnanna í ABC skólanum. 

Til hamingju krakkar með þennan frábæra árangur!