Norræna skólahlaupið

Allir nemendur skólans tóku þátt í Norræna skólahlaupinu s.l. föstudag og stóðu sig ótrúlega vel. Tilgangur Norræna skólahlaupsins er að hvetja nemendur til að æfa hlaup og aðrar íþróttir reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan.

Boðið var uppá nokkrar vegalengdir 2.5 km, 5 km og 10 km eftir aldri og getu. Um 20 nemendur í 8.-10.bekk völdu að hlaupa 10 km og á forsíðunni má sjá þau sem skiluðu sér fyrst í mark í 10 km hlaupinu. Það voru þau Rúnar Gerard, Magnús Anton og Vigdís Fríða.
Einnig má sjá aðrar myndir af hlaupagörpum sem teknar voru við þetta skemmtilega tækifæri.