Nýsköpunarverkefni í Sunnulækjarskóla

Undanfarnar vikur hafa nemendur í 9. bekk verið að vinna að nýsköpunarverkefni í Kviku, sem eru kennslustundir þar sem hinar ýmsu námsgreinar eru samþættar.

Til að koma krökkunum af stað fengu þau fyrirlestur frá Eyjólfi Eyjólfssyni frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þar næst unnu þau saman í hópum með það markmið að finna upp sniðuga hluti sem gætu laðað að ferðamenn á Selfossi, aðallega í formi þjónustu eða vara. Margar frábærar hugmyndir fæddust í þessari vinnu.

Að loku var haldin kynning þar sem nemendur kynntu sína vöru á básum fyrir nemendum á öllum stigum skólans.

Dæmi um nokkar góðar hugmyndir má nefna bakarí sem heitir Taste Iceland sem sérhæfir sig í íslensku bakkelsi, ilmvatsgerð, lampi úr íslensku hrauni, ferðamanna app, heimasíða fyrir ferðamenn, möndlugerð, drykkjarflöskur með þjóðlegu yfirbragði og margt fleira.