Miðvikudaginn 16. september hlupu nemendur Sunnulækjarskóla Ólympíuhlaupið (áður Norræna Skólahlaupið). Hringurinn sem var farinn er 2,5 km og gátu nemendur valið um 1-4 hringi. Nemendur réðu sinni vegalengd og hraða, fyrst og fremst var lögð áhersla á holla hreyfingu og að allir tækju þátt. Það var góð stemning í hlaupinu og mikill metnaður hjá nemendum. Það voru 67 nemendur í skólanum sem hlupu 10 km. Alls hlupu nemendur í Sunnulækjarskóla 2.607,5 km, virkilega vel af sér vikið.