Ólympíuhlaupið í Sunnulækjarskóla

Miðvikudaginn 7. september hlupu nemendur Sunnulækjarskóla Ólympíuhlaupið og hófu um leið átakið Göngum í skólann sem hófst þennan dag og stendur til 5. október, og er hugsað til að hvetja fólk til að nota virkan ferðamáta og ferðast á öruggan hátt. Hringurinn í Ólympíuhlaupinu er 2,5 km og gátu nemendur valið um 1-4 hringi. Nemendur réðu sinni vegalengd og hraða, fyrst og fremst lögð áhersla á holla hreyfingu og að allir tækju þátt. Það var góð stemming í hlaupinu og metnaður hjá nemendum. Það voru 29 nemendur í skólanum sem að hlupu 10 km. Alls hlupu nemendur í Sunnulækjarskóla 2330 km, vel af sér vikið.