Fimmtudaginn 18. september hlupu nemendur Sunnulækjarskóla Ólympíuhlaupið. Hringurinn í Ólympíuhlaupinu er 2,5 km og gátu nemendur valið um að hlaupa 1-4 hringi(þeir sem voru á bestu tímunum gátu þó leyft sér að taka einn eða tvo auka hringi). Nemendur réðu sinni vegalengd og hraða, fyrst og fremst lögð áhersla á holla hreyfingu og að allir tækju þátt. Það var góð stemming í hlaupinu og metnaður hjá nemendum.
5.bekkur kom sá og sigraði að þessu sinni þar sem hver nemandi hljóp að meðaltali 5,97 km sem er frábær árangur og á árangurinn hrós skilið.
Það voru 26 nemendur í skólanum sem að hlupu 10 km eða meira. Alls hlupu 503 nemendur og 42 starfsmenn í Sunnulækjarskóla 2070 km sem eru tæpir 4 km að meðaltali á hvern Hlaupara, vel af sér vikið.



