Opinn samráðs- og stefnumótunarfundur um nýja skólastefnu Árborgar

 

Opinn samráðs- og stefnumótunarfundur um nýja skólastefnu Árborgar verður haldinn í Sunnulækjarskóla miðvikudaginn 28. nóvember 2012 kl. 17-18:30.

Í upphafi fundar verður stutt kynning á drögum að nýrri skólastefnu og síðan unnið í umræðuhópum með þau leiðarljós og markmið sem þegar hafa verið sett fram. Einnig verður efni frá hugarflugsfundum foreldra- og skólaráða og stjórnum nemendafélaganna aðgengilegt í hópavinnunni.

Í kjölfar fundarins mun stýrihópur vinna að lokafrágangi nýrrar skólastefnu fyrir leik- og grunnskóla í Sveitarfélaginu Árborg og leggja fram til umsagnar og afgreiðslu í fræðslunefnd. 

Allt áhugafólk um skólamál er hvatt til þátttöku í fundinum í Sunnu­lækjar­skóla.

Stýrihópur um endurskoðun skólastefnu Sveitarfélagsins Árborgar