Orð vikunnar 3. – 7. febrúar eru:
Hyggja, ylvolgur, hegðun.
Orð vikunnar er orðaforðaverkefni í vetur þar sem þrjú orð eru tekin fyrir vikulega, þ.e. eitt nafnorð, sagnorð og lýsingarorð. Dæmi eru um að umsjónarkennarar fara yfir þýðingu orðanna með nemendum og jafnvel útbúa verkefni þeim tengdum. Orðin eru sýnileg á göngum skólans og á kennslusvæðum. Að viku liðinni er ný orðaþrenna og svo koll af kolli. Orðin eiga það sameiginlegt að heyrast ekki oft í daglegu tali en eru algeng í lesmáli.