Stóra upplestrarkeppnin

Undanúrslit Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Sunnulækjarskóla föstudaginn 28 febrúar. 10 nemendur komust áfram úr bekkjarkeppnunum og æfðu sig vel fyrir aðalkeppnina. Þrír keppendur og einn varamaður komust áfram til að keppa fyrir hönd Sunnulækjarskóla á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar 2020. Það voru Ársæll Árnason, Arnbjörg Ýr Sigurðardóttir, Katrín Embla Hlynsdóttir og Michalina Júlía Pétursdóttir var valin varamaður.

Lokakeppnin var síðan haldin við hátíðlega athöfn í Grunnskólanum í Hveragerði 5. mars 2020. Keppendur Sunnulækjarskóla stóðu sig allir með stakri príði og bar Ársæll Árnason Sunnulækjarskóla sigur úr bítum í keppninni. Þann 6. mars söfnuðust allir nemendur 7. bekkjar saman í Fjallasal til að óska vinningshafanum og keppendunum öllum til hamingju og var vel klappað fyrir þeim.
Við óskum Ársæli innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur.