Örsögukeppni í 10. bekk

Tíundubekkingar tóku allir þátt í örsögusamkeppni í íslensku í síðustu lotu. Veitt voru verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin, sigurvegararnir voru Ásdís Bára Steinarsdóttir, Gabríel Árni Valladares Inguson og Karen Hekla Grönli. Meðfylgjandi er mynd af sigurvegurunum á uppskeruhátíð síðastliðinn miðvikudag, 11. apríl, þar sem kennarar buðu upp á veitingar.