Dægurlög og höfundar þeirra


Nemendur í 10. bekk hafa undanfarið verið að vinna með íslenska dægurlagatexta og höfunda þeirra.  Nemendur kynntu sér nokkra höfunda og lögin þeirra ásamt því að vinna ýmis verkefni.

Í tengslum við verkefnið buðum við einum höfundi, Herði Torfasyni, að koma og heimsækja okkur. Hörður kom til okkar í dag, sagði okkur sögu sína og spilaði nokkur lög.

Nemendur voru mjög áhugasamir og sýndu sögu hans áhuga.