Öskudagur 2013

Á Öskudag  munum við gera okkur dagamun og byrja daginn með söngstund.  Einnig hvetjum við börnin til að koma í furðufötum þennan dag, okkur öllum til ánægju og yndisauka.  Við munum ekki kenna sund á Öskudegi þar sem vatn fer illa saman við búninga og andlitsmálun.  Á miðstigi, 5. – 7. bekk lýkur skóladegi því kl 13:00 en stundaskrá helst óbreytt að örðu leyti.

Síðar þennan dag verður haldin sameiginleg Öskudagsskemmtun fyrir börn í sveitarfélaginu þar sem slegið verðu í tunnur og fleiri hefðbundin Öskudagverk unnin.  Nánari upplýsingar um þá skemmtun fylgja í skilaboðum frá Zelsíus hér að neðan

Kveðja,
Birgir

=================================

Miðvikudaginn 13. febrúar næstkomandi stendur félagsmiðstöðin Zelsiuz  fyrir Öskudagsskemmtun í kjallaranum að Austurvegi 2a. Herlegheitin byrja kl. 13:15 fyrir börn í 1. – 4. bekk og kl  14:45 fyrir börn í 5. – 7. bekk  Meðal þess sem verður í boði eru leikir í umsjón unglinga úr Zelsiuz, fjörug tónlist, kötturinn margfrægi verður sleginn úr tunnunni og sjoppa verður á staðnum. Aðgangur er ókeypis svo um að gera að fjölmenna.

Kv. Unglingarnir og starfsfólkið í Zelsiuz

=================================