Öskudagur í Sunnulæk

Það var mikið fjör í Sunnulækjarskóla í dag. Nemendur og starfsfólk mættu í búningum af ýmsum toga.

Dagurinn byrjaði á vinasöngstund í Fjallasal.  Einnig voru afhentar viðurkenningar fyrir góðan árangur í Lífshlaupinu.  Hóparnir héldu síðan hver á sitt svæði þar sem kennsla var með frekar óhefðbundnu sniði.