Vettvangsferð í Jarðskjálftamiðstöð Háskóla Íslands


Fimmtudaginn, 10. mars fóru nemendur í 7. RG í vettvangsferð ásamt Ragnheiði umsjónarkennara og Hauki kennaranema í Jarðskjálftamiðstöð Háskóla Íslands. 

Elínborg Gunnarsdóttir tók vel á móti hópnum og fengu þau fræðslu um starfsemi stofnunarinnar og hvernig megi bregðast við jarðskjálftum á öruggan hátt.  Nemendur fengu að búa til gervijarðskjálfta sem var sýndur á skjálftamæli.  

Jafnframt var verkleg æfing í viðbrögðum við jarðskjálftum með tímamælingu.