Rithöfundar í 7. bekk

Í haust sömdu nemendur í 7. bekk barnabækur í íslenskunámi sínu.  Þeir sköpuðu ævintýrapersónu og skrifuðu svo bók um hana.

Við upphaf vinnunnar þurftu nemendur að ákveða hvaða aldri bókin ætti að hæfa og þegar hún var svo tilbúin fengu þau að fara í heimsókn í leikskóla til að lesa bækurnar sínar upp fyrir viðkomandi markhóp.

Viðtökurnar voru skemmtilegar, leikskólabörnin sátu stillt og prúð og hlustuðu af athygli á flutninginn.  7.bekkingar sem eru nú komnir á fullt að æfa sig fyrir upplestrarhátíð höfðu einnig mjög gaman af og voru til mikils sóma.

007 003 018