Rithöfundur í heimsókn

Gunnar Helgason rithöfundur heimsótti nemendur Sunnulækjarskóla og las upp úr tveimur bókum, Drottningin sem kunni allt nema..... og Bannað að eyðileggja.

Hann talaði einnig almennt um lestur og reyndi að kveikja áhuga nemenda eins og honum einum er lagið. Börnin tóku vel á móti honum og hlustuðu af athygli og vafalaust hefur honum tekist vel upp við að virkja lestraráhugann hjá þeim.