Skreytingadagur í Sunnulækjarskóla

Senn líður að jólum og af því tilefni klæðum við skólann okkar í jólabúning.

Á morgun föstudaginn 26. nóvember verður skreytingadagur í Sunnulækjarskóla. Þar sem skólinn býr nú við takmarkanir vegna sóttvarna getum við ekki haft hefðbundna söngstund né skipulagt samvinnu vinabekkja eins og venja var til fyrir Covid.

Nemendur munu því vinna í hópum innan hvers árgagns að klæða skólann í jólabúning.

Engu að síður verður dagurinn „rauður dagur“ í skólanum og gaman væri að sjá sem flestar jólasveinahúfur.

Skóladegi allra nemenda lýkur klukkan 13:00.

Frístundaheimilið Hólar er opið samkvæmt venju þennan dag.