Skemmtilegt í náttúrufræði

Það sem af er skólaárs hafa nemendur á unglingastigi brallað ýmislegt skemmtilegt í náttúrufræði.  

8. bekkur er búinn að fara í vettvangsferð þar sem þau skoðuðu býflugnabú hjá býflugnabóndanum Svölu Sigurgeirsdóttur, þau hafa einnig greint plöntur, gróðursett og skoðað skordýr í smásjá. Þau eru svo að fara að rækta bakteríur á næstunni.  

9. bekkur er búinn að kryfja lungu úr svínum, gera mjölvapróf til að kanna magns sykurs í lausn, læra að búa til smásjársýni úr laukfrumum og eru að fara að kryfja hjörtu úr svínum á næstunni og læra að mæla blóðþrýsting 

10. bekkur er búinn að gera hálsmen með sínu eigin erfðaefni eða DNA, reikna út kyn ófæddra barna sinna, skoða sögu jarðar og eru að fara að rækta sína eigin kristalla á næstu dögum og gera fræðsluefni í náttúrufræði fyrir börn.  

Við í Sunnulækjarskóla leggjum ríka áherslu á verklega kennslu í náttúrufræði. Þannig komast nemendur nær viðfangsefninu og skilningurinn á námsefninu verður miklu meiri, auk þess sem það er afar skemmtilegt að gera verklegar æfingar.