Skólaakstur föstudaginn 20. desember

Föstudaginn 20. desember eru Litlu jólin í Sunnulækjarskóla. Skemmtunin er tvískipt og verður aksturinn samkvæmt því sem hér segir:

Bílarnir byrja rúntinn kl 08:30 fyrir þau börn sem koma á fyrri skemmtunina og kl 10:30 fyrir seinni skemmtunina.

Heimferð eftir fyrri skemmtunina yrði kl 10:55 og eftir seinni skemmtunina 12:45