Skóladagur Árborgar, 14. mars 2018

Skóladagur Árborgar,
símenntunardagur í leik- og grunnskólum og frístundaheimilum Árborgar.

Næstkomandi miðvikudag 14. mars verður starfsdagur í Sunnulækjarskóla og því verður engin kennsla þann dag og skólinn lokaður. Sama er að segja um Frístundaheimilið Hóla.

Daginn munu allir starfsmenn leik- og grunnskóla og frístundaheimila sveitarfélagsins nýta til símenntunar á Skóladegi Árborgar sem haldinn verður á Stokkseyri í Hólmaröst og Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri.