Skólastarf í Sunnulækjarskóla á nýju ári

Þann 21. desember s.l. gaf heilbrigðisráðherra út nýja reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar. Gildistími þeirrar reglugerðar er frá og með 1. janúar 2021 og til og með 28. febrúar 2021.

Í 4. grein þeirrar reglugerðar er fjallað um takmarkanir á starfi grunnskóla. Greinin gerir ráð fyrir talsverðum tilslökunum frá því sem verið hefur og má þar helst telja:

  • Nemendur mega vera allt að 50 í hverju rými og eru undanþegnir nálægðarmörkum og grímuskyldu.
  • Heimilt er að blanda nemendum milli hópa.
  • Heimilt er að víkja frá fjöldatakmörkunum í sameiginlegum rýmum, þ.m.t mötuneytum og skólaakstri ef starfsfólk notar grímur.

Í ljósi þessarar breytinga getum við hafið skólastarf í Sunnulækjarskóla á nýju ári samkvæmt þeirri stundaskrá sem í gildi var við skólabyrjun á þessu skólaári.

Skólastarf hefst því á öllum aldursstigum skólans kl. 8:10 þriðjudaginn 5. janúar 2021 með kennslu í öllum námsgreinum. Mötuneyti skólans mun opna frá sama tíma og akstursáætlun skólabíls verður með upprunalegum hætti.

Þrátt fyrir þessar tilslakanir munum við eftir sem áður leggja áherslu á sóttvarnir.

  • Starfsmenn skulu nota andlistgrímur ef ekki er unnt að tryggja 2 m nálægðarmörk milli starfsmanna og í sameiginlegum rýmum í skólahúsinu.
  • Ekki skulu vera fleiri en 20 starfsmenn í hverju rými.
  • Foreldrar og aðstandendur skulu almennt ekki koma inn í skólabygginguna en ef nauðsyn ber til skulu þeir nota andlitsgrímur. Aðrir en starfsfólk sem þurfa að koma inn í skólabygginguna skulu nota andlitsgrímur.
  • Starfsmenn skulu gæta að sóttvörnum við notkun sameignlegra áhalda s.s. ljósrita, símtækja o.þ.h. og sótthreinsa fyrir og eftir notkun.
  • Starfsfólk mötuneytis mun skammta allan mat og nota andlitsgrímur við öll störf sín.