Jólafrí í Sunnulækjarskóla

Í dag héldum við litlu-jólin í Sunnulækjarskóla með stofujólum í öllum námshópum frá 1. – 10. bekk. Jólaandinn var ósvikinn og nutu allir stundarinnar jafnt nemendur sem starfsmenn.

Okkur hafði verið sagt að Grýla væri búin að leggja blátt bann við því að jólasveinarnir mættu koma í skólann þetta árið en engu að síður guðuðu þeir á glugga hjá öllum nemendum á yngsta stigi laust eftir kl. 9 í morgun. Allir fengu mandarínur, flatkökur, piparkökur og kakó og fóru saddir og sælir í jólafrí.

Starfsfólk Sunnulækjarskóla sendir öllum nemendum og fjölskyldum þeirra bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár og þakkar samstarfið á árinu sem er að líða.

Skólastarf hefst aftur 5. janúar en enginn veit þó hvernig það verður – vandi er um slíkt að spá.