Skreytingardagur 30. nóvember

Senn líður að jólum og nú förum við að klæða skólann okkar í jólabúning.   

Föstudaginn 30. nóvember verður skreytingadagur. Þá mun öll hefðbundin kennsla (þ.m.t. íþróttir og verkgreinar) verða lögð til hliðar. Nemendur vinna í margskonar hópum við fjölbreytt verkefni. 

Af þessu tilefni bjóðum við þeim foreldrum sem hafa tök á, að koma og vera með okkur þennan dag og aðstoða við vinnuna. Þeir sem ekki hafa tök á að vera með okkur allan daginn eru velkomnir til að kíkja við og aðstoða í skemmri tíma yfir daginn. 

Það er komin hefð á að hefja daginn með söngstund þar sem allir nemendur og starfsfólk skólans koma sér fyrir í Fjallasal og syngja saman nokkur jólalög. Gaman væri ef allir geta klætt sig í rautt og þeir sem vilja mega koma með jólasveinahúfu. 

Þennan dag lýkur skóla um klukkan 13:00 en matartímar verða þó með venjubundnum hætti.