Smákökubakstur í Sunnulækjarskóla

Það er árlegur viðburður að nemendur í 8.-10. bekk skólans mæta utan skólatíma og baka smákökur undir stjórn heimilisfræðikennara með aðstoð sjálfboðaliða úr hópi foreldra.  Afrakstur bakstursins er svo gefinn víðsvegar um bæinn.  Í ár fóru nemendur og færðu heimilisfólki í Vinaminni og Grænumörk smákökur.  Nemendur fóru einnig í Selfosskirkju og færðu kirkjunni smákökur sem komið verður áfram þangað sem þær veita gleði.

Sr. Óskar tók á móti nemendum í Selfosskirkju og sagði þeim hve mikilvægt þetta væri og að þetta ætti eftir að gleðja margar fjölskyldur.

Í Grænumörk og Vinaminni fengu nemendur líka góðar móttökur.  Þar voru allir glaðir að sjá unglingana og sungu jólalag fyrir þá.  Nemendur  sungu svo  afmælissönginn fyrir hana Dísu sem átti  afmæli.

Við þökkum fyrir hlýjar móttökur.