Smákökumaraþon í Sunnulækjarskóla


Nemendur í 8., 9. og 10. bekk Sunnulækjarskóla mættu í smákökumaraþon í skólanum s.l. fimmtudagskvöld og bökuðu smákökur allt hvað af tók.

Að loknum bakstrinum voru komnar um 5.500 smákökur.  Nemendurnir færðu síðan eldri borgurum í Grænumörk, dvalargesturm í Vinaminni, Selfosskirkju og félagsþjónustu Árborgar kökurnar að gjöf með góðum óskum um gleðileg jól.

Óhætt er að segja að framtakið gladdi bæði gefendur og þiggjendur og skapar samstöðu og hlýhug í anda jólanna.