Starfsdagur og foreldraviðtöl

Það er starfsdagur í skólanum mánudaginn 30. október næstkomandi og þriðjudaginn 31. október eru foreldraviðtöl sjá skóladagatal

Á starfsdegi koma nemendur ekki í skólann og á foreldraviðtalsdegi koma nemendur aðeins í skólann til að fara í viðtal með forráðamönnum sínum á þeim tíma sem bókaður hefur verið í Mentor.

Við hlökkum til að hitta foreldra og nemendur og vekjum athygli á kaffihúsa stemmningu í Fjallasal þar sem nemendaráð selur glóðvolgar vöfflur, kaffi og kakó.