Umferðaröryggi og endurskinsmerki

Nú þegar dimmasti tími ársins gengur í garð með hálku og ísingu á bílrúðum er mikilvægt að leiða hugann að öryggi barnanna í umferðinni. 
 
Því viljum við biðja alla foreldra og forráðamen að gefa sér stutta stund til að fara yfir öryggismálin með börnum sínum. Það er einkum þrennt sem gott væri að spjalla um: 

1. Notkun endurskinsmerkja
Mikilvægt er að endurskinsmerkin séu öflug og vel sjáanleg. Ekki nægir að hafa bara eitthvað merki einhversstaðar. Skemmtileg hugmynd er að taka mynd með flassi úti í garði svo börnin hafi gaman af. 
 
2. Leiðin í skólann
Mikilvægt er að fara vel yfir með barninu hvaða leið er valin og forðast að fara yfir götur nálgægt stöðum þar sem ökumenn gætu verið með hugann við annað s.s. nálægt beygjum. Notum göngustíga og gangbrautir. 
 
3. Öll börn í skólanum nota þjónustu skólabíls á leið í skólasund
Gott er að fara yfir hættur sem tengjast því. Til dæmis er mikilvægt að börnin bíði ekki á ystu brún gagnstéttar eða gangi á móti bílnum þegar hann nálgast. Best er að bíða nokkuð frá kanti eða vegbrún og fara ekki af stað fyrr en bílstjórinn er búinn að opna dyrnar á bílnum.