Fyrirlestur fyrir 8. bekk um tölvufíkn
Fyrirlestur um tölvufíkn Hluti af forvaranaráætlun sveitarfélagsins er að upplýsa nemendur, foreldra og starfsfólk um tölvufíkn og þær hættur sem steðja að ungmennum tengdum ofnotkun á tölvuleikjum og samfélagsmiðlum. Af því tilefni er nemendum í 8. bekk og foreldrum þeirra boðið á fyrirlestur Þorsteins Kristjáns Jóhannssonar um tölvufíkn. Fyrirlesturinn verður á skólatíma og er von […]
Hljóðfærakynning í 1. bekk Sunnulækjarskóla
Föstudaginn 5. apríl var hljóðfærakynning í 1.bekk þar sem nemendur, foreldrar og starfsfólk kynntu ýmis hljóðfæri. Á kynningunni voru mjög fjölbreytt hljóðfæri svo sem strengjahljóðfæri, blásturshljóðfæri, ásláttarhljóðfæri og hristur. Kynningin tókst vel í alla staði og sumir voru staðráðnir í að læra á svona hljóðfæri í framtíðinni.
Alþjóðlegur dagur barnabókarinnar
Í tilefni af degi barnabókarinnar sem haldinn er á fæðingardegi H.C Andersens 2. apríl, gáfu IBBY samtökin á Íslandi íslenskum börnum smásöguna Stóri bróður sem Friðrik Erlingsson hefur samið af því tilefni. Í dag 4. apríl var sagan svo lesin í beinni útsendingu á Rás 1. Margir nemendur Sunnulækjarskóla settust fram í Fjallasal og hlustuðu […]
EKKI MEIR.. fyrirlestur 11. mars
Næstkomandi mánudag, 11. mars kl 20:00, mun foreldrafélag Sunnulækjarskóla bjóða upp á fyrirlestur Kolbrúnar Baldursdóttur, sálfræðings um forvarnir gegn einelti og úrvinnslu eineltismála. Fyrirlesturinn er liður í endurskoðun og uppfærslu á eineltisáætlun Sunnulækjarskóla og vel til þess fallinn að halda athyglinni og umræðunni um mikilvægis forvarna gegn einelti vakandi. Við hvetjum alla sem tök hafa […]
Lokahátíð stóru upplestarkeppninnar
Lokahátíð stóru upplestarkeppninnar fór fram í Sunnulækjarskóla fimmtudaginn 7. mars. s.l. Tólf keppendur frá fimm skólum tóku þátt í lokakeppninni. Það voru Grunnskólinn í Þorlákshöfn, Grunnskólinn í Hveragerði, Vallaskóli, Barnaskólinn á Eyrarbaka og Stokkseyri auk Sunnulækjarskóla sem sendu lið til keppninnar. Allir keppendur stóðu sig frábærlega og var dómnefnd mikill vandi á höndum. Sigurvegari keppninnar var […]