Skólinn er opinn 6.3.2013
Þrátt fyrir veður er Sunnulækjarskóli opinn í dag. Foreldrum og forráðamönnum er heimilt að halda börnum sínum heima ef aðstæður eru með þeim hætti að það hentar betur. Vinsamlega komið skilaboðum til skóla um síma eða tölvupóst.
Stóra upplestarkeppnin 2013
Lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar á svæði 1 á Suðurlandi verður haldin í Sunnulækjarskóla fimmtudaginn 7. mars kl. 14:00. Keppendur frá grunnskólum Árborgar, Hveragerði og Þorlákshöfn tilheyra því svæði og mun Sunnulækjarskóli senda þrjá keppendur til leiks. Í dag var undankeppni í Sunnulækjarskóla þar sem átta keppendur úr forkeppni sem haldin var í hvorum 7. bekk skólans […]
Vetrarfrí
Mánudaginn 25. og þriðjudaginn 26. febrúar er vetrarfrí í Sunnulækjarskóla. Allar deildir og skrifstofa skólans eru lokaðar í vetrarfríi. Skólastarf hefst að nýju samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 27. febrúar.
Öskudagur 2013
Á Öskudag munum við gera okkur dagamun og byrja daginn með söngstund. Einnig hvetjum við börnin til að koma í furðufötum þennan dag, okkur öllum til ánægju og yndisauka. Við munum ekki kenna sund á Öskudegi þar sem vatn fer illa saman við búninga og andlitsmálun. Á miðstigi, 5. – 7. bekk lýkur skóladegi því kl 13:00 […]
Öskudagur Í Sunnulækjarskóla
Í dag eru ýmsar furðuverur búnar að vera á sveimi í Sunnulækjarskóla. Í morgun var byrjað með sameiginlegri söngstund í Fjallasal og síðan gengu nemendur til ýmissra verka. Margt var sér til gamans gert og gleðin skein úr hverju andliti. Vart mátti á milli sjá hvort nemendur eða starfsfólk skemmtu sér betur yfir verkefnum dagsins.