Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Heimsókn Hreystivals í Crossfit Selfoss

By Hermann | 27. nóvember 2019

Í síðustu viku fóru krakkarnir í Hreystivali í heimsókn í Crossfit Selfoss. Þar fengu þau stutta kynningu á starfseminni sem er þar og tóku góða æfingu. Það var vel tekið á móti okkur og krakkarnir voru til fyrirmyndar.

Skákmót fyrir krakka á grunnskólaaldri laugardaginn 23. nóvember

By Hermann | 23. nóvember 2019

Skákmót fyrir krakka á grunnskólaaldri verður haldið á Hótel Selfossi laugardaginn 23. Nóv. (á morgun). Áætlaður mótstími er frá 10:30-12:30 Mótið er opið öllum krökkum á grunnskólaaldri. Veitt verða verðlaun fyrir þrjá aldursflokka; 16 ára og yngri, 12 ára og yngri, og 9 ára og yngri. Tefldar verða 7 umferðir, umhusunartími er 7 mínútur á skák. […]

Súpufundur í Vallaskóla á vegum Samborgar

By Hermann | 20. nóvember 2019

Ævar vísindamaður í heimsókn

By Hermann | 13. nóvember 2019

Ævar Þór kom í Sunnulækjarskóla 12. nóvember sl. og las fyrir nemendur í 4. – 7. bekk upp úr nýrri bók sinni sem var gefin út hjá Forlaginu og heitir ÞINN EIGIN TÖLVULEIKUR. Þetta er sjötta bókin í ,,Þín eigin“-bókaröðinni. Þinn eigin tölvuleikur er æsispennandi ævintýrabók, en lesandinn ræður ferðinni sjálfur með því að fletta fram og til baka. Í bókinni […]

Endurskinsvesti afhent í 1. bekk Sunnulækjarskóla

By Hermann | 11. nóvember 2019

Foreldrafélag Sunnulækjarskóla afhenti fyrir nokkru, börnum í 1. bekk endurskinsvesti með nöfnum þeirra á. Lögreglumenn frá Lögreglunni á Suðurlandi  mættu í skólann þegar nemendur fengu vestin afhend og fóru yfir hversu mikilvægt það er að sjást vel í umferðinni.