Ferð í Héraðsdóm Suðurlands
Mánudaginn 11. febrúar fór hópur nemenda úr 9. og 10. bekk sem eru í lögfræðivali í heimsókn í Héraðsdóm Suðurlands. Þar tók á móti okkur aðstoðarmaður dómara hún Sólveig Ingadóttir, en hún er löglærður fulltrúi og sinnir ýmsum störfum hjá dómnum. Sólveig útskýrði fyrir nemendum hvar hver situr í dómssalnum og hvert hlutverk hvers og […]
Starfsdagur og foreldradagur 4. og 5. febrúar
Mánudagurinn 4. febrúar og þriðjudagurinn 5. febrúar eru starfsdagur og foreldradagur í Sunnulækjarskóla. Þá daga mæta foreldrar með börnum sínum í viðtal. Foreldraviðtölin eru tileinkuð líðan nemenda, sjálfsmati gagnvart námi og félagslegri stöðu og farið yfir stöðu námsárangurs nemenda við annarskilin. Efni viðtalanna: Líðan nemandans og félagsleg staða, farið yfir það helsta sem kemur fram […]
Suðurlandsmeistarar í skák
Sunnulækjarskóli tók þátt í Suðurlandsmóti grunnskóla í skák sem fram fór í Fischer-setrinu hér á Selfossi föstudaginn 25. janúar. Keppt var í yngri (1.-5. bekk) og eldri flokki (6.-10. bekk). Sunnulækjarskóli sendi tvö lið í yngri flokki og eitt lið í eldri flokki á mótið. Öll liðin stóðu sig frábærlega og sigraði yngra lið a […]
Málað í snjóinn
Það voru falleg listaverk sem fyrsti bekkur gerði í myndmennt í góða veðrinu í dag. Nemendur nýttu fallega vetrarveðrið og máluðu listaverk í snjóinn eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Þakkir til styktaraðila
Sunnulækjarskóli þakkar öllum sem styrktu okkur á góðgerðardögunum sem voru haldnir 5. til 7. desember.Ágóði góðgerðadagana rennur til góðgerðamála í nærsamfélaginu. Á þessu ári urðu Björgunarfélag Árborgar fyrir valinu varð afrakstur Góðgerðadaganna 1,503,274 kr. Fulltrúar Björgunarfélags Árborgar mættu svo í Sunnulækjarskóla fimmtudaginn 13. des. og fengu peningagjöfina afhenta. Þetta væri þó ekki hægt án stuðnings […]