Dagur íslenskrar tungu
Í tilefni af degi íslenskrar tungu hittust nemendur í 1. bekk og 6. bekk og áttu góða stund saman. Þessir tveir bekkir eru vinabekkir. Nemendur 6. bekkjar hlustuðu á nemendur í 1. bekk lesa og kvittuðu fyrir lestrinum í þar til gerð kvittanahefti. Þá lásu eldri nemendurnir fyrir þau yngri og svo var spilað og spjallað […]
Kakófundur í Sunnulækjarskóla
Þriðjudaginn 17. nóvember kl. 18:00 ætlar Hermann Jónsson að koma og flytja fyrirlestur á Kakófundi í Fjallasal Sunnulækjarskóla. Hermann mun meðal annars fjalla um einelti, hlutverk og samstarf foreldra og um það hve mikilvægt það sé að setja sér markmið í uppeldi. Við hvetjum foreldra barna á öllum aldri til að koma. Allir eru velkomnir […]
Starfalækur kynnir sér störf lögreglu
Nemendur í 9. og 10. bekk starfalæk kynntu sér nám, störf og verkefni lögreglunnar á Suðurlandi. Hermundur Guðsteinsson vaktsjóri tók á móti hópnum og fræddi þau um starfið – hvað þarf til að vera góður lögreglumaður/kona. Heimsóknin var áhugaverð og fræðandi. Við þökkum lögreglunni kærlega fyrir góðar móttökur.
Náttúrufræði í 9. bekk
Nemendur í 9. bekk eru að læra um mannslíkamann og um þessar mundir er þau að læra um öndunarfæri mannsins. Hér eru áhugasamir nemendur að kryfja öndunarfæri úr svínum.