Guðnabakarí heimsótt
Nemendur í Starfalæk heimsóttu Guðnabakarí á dögunum. Óskar Guðnasson, bakari tók á móti nemendum og fræddi þau um starfið, starfsemina og námið sem liggur að bakaraiðn. Við þökkum Óskari og starfsfólki Guðnabakarís kærlega fyrir góðar móttökur.
Starfalækur heimsækir Brunavarnir Árnessýslu
Í síðustu viku heimsóttu nemendur í Starfalæk Brunavarnir Árnessýslu þar sem Kristján Einarsson slökkviliðsstjóri tók á móti þeim. Kristján ræddi við nemendur m.a. um starfsemi stofnunarinnar, mannauðinn, starfið og búnaðinn. Heimsóknin var mjög áhugaverð og voru nemendur ánægðir með heimsóknina sem lauk með heimkeyrslu á mannskapsbíl Brunavarna Árnessýslu. Við þökkum Kristjáni og starfsfólki Brunavarna kærlega fyrir góðar móttökur.
Haustþing KS, starfsdagur
Vegna haustþings kennara á Suðurlandi verður starfsdagur í Sunnulækjarskóla föstudaginn 2. október n.k. og því mæta nemendur ekki til skóla þann dag. Þingið hefst e.h. fimmtudaginn 1. október og því lýkur kennslu þann dag sem hér segir: 1. – 4. bekkur: kennslu lýkur samkvæmt stundaskrá, engin breyting. 5. – 7. bekkur: kennslu lýkur kl 13:00 […]
Heimsókn í Lifandi hús
Krakkarnir í Boltalausum íþróttum fóru í vikunni í heimsókn í Lifandi hús. Þar tók Helga á móti okkur og fengu krakkarnir kynningartíma í Foam flex. Foam flex er sjálfnuddandi aðferð þar sem notast er við rúllur og nuddbolta. Unnið er á vöðvum, bandvef, ásamt iljanuddi og átaksteygjum. Það voru margir aumir punktar sem voru nuddaðir […]
Lífríkið og skógurinn
Það er alltaf gaman að fara út í Vinaskóg (fyrir framan Sunnulækjarskóla) – þar er uppspretta könnunar og leikja. Nemendur í 4. bekk í útinámi og leikni nutu þess að tálga og kanna lífríkið í skóginum.