Stóra upplestrarkeppnin

Föstudaginn 4. apríl fór úrslitakeppni Stóru upplestrarkeppninnar á Suðurlandi fram í Þorlákshöfn. Mikill metnaður er lagður í keppnina og óhætt að segja að nemendur séu sífellt að mæta betur og betur undirbúnir.  Allir keppendur stóðu sig með prýði og voru skólum sínum til sóma.  Fyrir hönd Sunnulækjarskóla kepptu Aldís Elva Róbertsdóttir, Guðjón Leó Tyrfingsson, Haukur Hjartarson og  Veigar Atli Magnússon. Guðjón Leó náði verðlaunasæti og var annar besti lesarinn að mati dómnefndar og óskum við honum til hamingju með þann árangur. Baldvin Alan Thorarensen úr grunnskólanum í Hveragerði var í fyrsta sæti og Hekla Rún Harðardóttir úr Vallaskóla var í því þriðja. Við óskum öllum keppendum til hamingju með árangurinn.

mynd02 mynd01