Litla upplestrarkeppnin

Í haust var ákveðið að setja Litlu upplestrarkeppnina fyrir 4. bekk af stað hér í Árborg og nærsveitarfélögum. Litla upplestrarkeppnin hófst í Hafnarfirði haustið 2010 og byggir á markmiðum Stóru upplestrarkeppninnar sem haldin er reglulega í 7. bekk. Meginmarkmið keppninnar er að nemendur flytji íslenskt mál sjálfum sér og öðrum til ánægju og að þeir hafi vandvirkni og virðingu að leiðarljósi við flutninginn. Keppnishugtakið felur eingöngu í sér það markmið að keppa við sjálfan sig, að verða betri í dag enn í gær.
Nemendur í 4. bekk héldu sína hátíð hér í Sunnulækjarskóla miðvikudaginn 26. mars s.l. þar sem foreldrum og öðrum góðum gestum var boðið að koma og hlusta á nemendur 4. bekkjar flytja ljóð og sögur. Nemendur lögðu mikla vinnu í æfingar í upplestri með kennurum sínum og sýndu afraksturinn á hátíðinni. Allir voru mjög áhugasamir og stóðu sig með stakri prýði.

4sag_uppl 4sj_uppl