Stóra upplestrarkeppnin

Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk er árlegt samvinnuverkefni allra grunnskóla á landinu og Radda, samtaka um vandaðan upplestur. Í verkefninu fá allir nemendur í 7. bekk markvissa þjálfun í upplestri og framkomu.

Föstudaginn 15. mars var innanhússkeppni Sunnulækjarskóla haldin þar sem 10 nemendur úr 7. bekk lásu texta úr bók, sjálfvalið ljóð og ljóð eftir skáldkonuna Huldu. Allir sem lásu stóðu sig með stakri prýði og höfðu greinilega fengið góða þjálfun hjá kennurum sínum.

Þeir nemendur sem voru valdir til að keppa á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem fram fer í Vallaskóla 27. mars nk. eru: Eva Katrín Danielsdóttir Cassidy, Sigurður Darri Magnússon og Skarphéðinn Steinn Sveinsson, til vara er Jónas Karl Gunnlaugsson.