Ferð í Héraðsdóm Suðurlands

Mánudaginn 11. febrúar fór hópur nemenda úr 9. og 10. bekk sem eru í lögfræðivali í heimsókn í Héraðsdóm Suðurlands. Þar tók á móti okkur aðstoðarmaður dómara hún Sólveig Ingadóttir, en hún er löglærður fulltrúi og sinnir ýmsum störfum hjá dómnum. Sólveig útskýrði fyrir nemendum hvar hver situr í dómssalnum og hvert hlutverk hvers og eins er ásamt ýmsu öðru sem viðkemur dómnum. Að því loknu fengu nemendur að spyrja hana ýmissa spurninga sem á þeim brunnu. Upp úr þessu spunnust mjög líflegar umræður sem allir höfðu gaman af. Þetta var mjög fróðleg og skemmtileg ferð og höfðu nemendur orð á því hvað dómssalurinn kom þeim á óvart. „Hann er svo lítill og krúttaður“.

Þökkum við Sólveigu fyrir frábærar og fræðiandi móttökur. Fyrir hönd Lögfræðivals. María Ágústsdóttir, kennari