Sumarlestur í Sunnulæk!

Sumarlestur í Sunnulækjarskóla!

Líkt og í fyrrasumar mun skólasafn Sunnulækjarskóla efna til lestrarátaks í sumarfríinu. Markmið sumarlestursins er að viðhalda lestrarhæfni nemenda og örva lestrarvenjur þeirra. Stuðla þarf með öllum ráðum að yndislestri barna og auka áhuga þeirra á lestri sér til skemmtunar því hætta er á að lestrarfærnin dali ef hún er ekki þjálfuð yfir sumartímann. Átakið gengur út á að allir nemendur sem lesa að minnsta kosti eina bók í sumarfríinu skili inn sumarlestrarmiða á bókasafnið í upphafi haustannar. Úr þessum miðum verða svo dregnir vinningshafar.

Mjólkursamsalan, Pylsuvagninn, Krisp restaurant, Skalli – Selfossi, Bókaútgáfan Sæmundur og Bókakaffið hafa lagt okkur lið með því að styrkja lestrarátakið með vinningum. Færum við þeim bestu þakkir fyrir.

Vinningar:

2 nemendur vinna kókómjólkursexu og Klóa húfu

2 nemendur vinna kókómjólkursexu og Klóa handklæði

2 nemendur vinna bókina Þingvellir – í og úr sjónmáli frá Bókaútgáfunni Sæmundi

2 nemendur vinna Sólskin með vanillubragði frá Bókaútgáfunni Sæmundi

8 nemendur vinna gjafakort frá Pylsuvagninum

10 nemendur vinna gjafakort fyrir ís frá Skalla

1  nemandi vinnur 5.000 kr. gjafabréf á Krisp restaurant

1 nemendi vinnur 10.000 kr. inneignarnótu á Bókakaffið

Miðum verður dreift í skólanum en eru einnig hér til útprentunar. Það er þó ekki hægt að skila inn fleiri en einum miða á nemenda.

Sumarlestur Pdf