Rafmagnshjól

Þemaverkefni um loftslagsmál

Nemendur í 10. bekk í Sunnulækjarskóla eru búin að vera að vinna samstarfsverkefni í náttúrufræði og samfélagsfræði. Þema verkefnisins voru loftslagsmál. Nemendur gátu valið á milli ýmissa verkefna til dæmis að koma með uppfinningu, gera listaverk, láta gott af sér leiða, endurnýta og fjalla um loftslagsmál.

Mörg skemmtileg verkefni fæddust. Til dæmis fundu nemendur upp belti sem hægt er að flokka rusl í strax, þau gerðu hlaðvarpsþætti um loftslagsmál, glæsileg málverk, myndbönd, týndu rusl og endurnýttu. Einn hópurinn tók til dæmis gamla vespu sem átti að henda og reiðhjól sem þeir löguðu og nýttu parta úr vespunni í hjólið og sköpuðu þannig rafmagnshjól.