Sunnulækjarskóli í jólabúninginn

Í dag var skreytingadagur í Sunnulækjarskóla.  Þann dag er jólaskrautið dregið fram og skólinn skreyttur hátt og lágt.  Dagurinn hófst með söngstund.  Allir nemendur skólans safnast þá saman í tröllatröppunum og syngja saman nokkur lög.  Í morgun var skemmtileg viðbót við söngstundina þegar nýstofnuð skólahljómsveit steig á svið og spilaði tvö jólalög undir stjórn kennara síns Labba í Glóru.

Að söngstund lokinni gengu síðan allir nemendur skólans til þess verks að skreyta skólann.  Margir foreldrar og afar og ömmur sáu sér fært að líta við og þökkum við þeim sérstaklega fyrir komuna.

20141128_102045 20141128_113154 20141128_100304