Úrslit Pangea stærðfræðikeppninnar

Úrslit Pangea stærðfræðikeppninnar fóru fram miðvikudaginn 27. apríl. Fyrr í vetur hafa farið fram tvær undankeppnir, en alls tóku 4153 nemendur í 8. og 9. bekk, um allt land, þátt í fyrstu umferð. Við erum afar stolt að segja frá því að Sunnulækjarskóli átti einn nemanda í úrslitum. Grímur Chunkuo Ólafsson í 8. bekk náði þeim frábæra árangri að lenda í 9. sæti í úrslitum. Við óskum honum innilega til hamingju.