Sunnulækjarskóli í úrslitum skólahreystis 2022

Krakkarnir okkar í skólahreysti stóðu sig eins og hetjur og náðu með sínum frábæra árangri að tryggja sig áfram í skólahreysti úrslitum sem verður haldið 21.maí klukkan 19:45
(í beinni á RÚV)
Við erum stolt af krökkunum fyrir að gefa sig í þetta verkefni fyrir hönd skólans og vonum við að margir komi og styðji þessa frábæru krakka í úrslitunum.

Áfram Sunnó 🙂

Liðið er skipað (frá vinstri til hægri): Elínborg, Rúnar Ingi , Dagný Katla, Bergrós, Jón Þorri og Daníel Breki.