Úrslit Pangea stærðfræðikeppninnar

Úrslit Pangea stærðfræðikeppninnar fóru fram þriðjudaginn 27. apríl. Fyrr í vetur hafa farið fram tvær undankeppnir, en alls tóku 3783 nemendur um allt land þátt í fyrstu umferð. Við erum afar stolt að segja frá því að Sunnulækjarskóli átti fimm nemendur í úrslitum en alls voru það 119 nemendur sem komust í úrslit.

Í Sunnulækjarskóla var það Arnór Daði sem náði bestum árangri en hann náði 20. sæti. Við óskum þessum drengjum innilega til hamingju með flottan árangur.

Á myndinni eru þeir nemendur sem komust í úrslit, frá hægri: Arnór Daði, Daníel Breki, Ársæll og Hörður Anton. Á myndina vantar Oliver Jan.