Guðfinna Birgisdóttir

Úrslit Pangea stærðfræðikeppninnar

Úrslit Pangea stærðfræðikeppninnar fóru fram þriðjudaginn 27. apríl. Fyrr í vetur hafa farið fram tvær undankeppnir, en alls tóku 3783 nemendur um allt land þátt í fyrstu umferð. Við erum afar stolt að segja frá því að Sunnulækjarskóli átti fimm nemendur í úrslitum en alls voru það 119 nemendur sem komust í úrslit. Í Sunnulækjarskóla …

Úrslit Pangea stærðfræðikeppninnar Lesa Meira>>

Kiwanis hjálmar

Þriðjudaginn 4. maí fengu allir nemendur í 1. bekk Sunnulækjarskóla afhenta reiðhjólahjálma að gjöf. Kiwanis gefur hjálmana og er markmið verkefnisins að stuðla að öryggi barna í umferðinni og koma í veg fyrir alvarleg slys og óhöpp. Börnin voru mjög ánægð með gjöfina og þökkum við góðar gjafir.

Heimsókn höfundar Benjamíns dúfu

Í 6. bekk hafa nemendur lesið söguna um Benjamín dúfu, horft á kvikmyndina og skrifað ritgerð. Á dögunum heimsótti Friðrik Erlingsson, höfundur sögunnar, okkur og sagði skemmtilega frá því hvernig sagan varð til, persónunum og sögusviðinu og gerð myndarinnar. Þetta var óvænt og skemmtileg heimsókn sem við kunnum vel að meta.

Lotukerfið – Samstarfsverkefni 5., 7. og 10. b

Síðustu vikurnar hafa nemendur í 10. bekk verið að vinna samstarfsverkefni með nemendum í 5. og 7. bekk. 10. bekkur er búinn að vera að læra um lotukerfið í náttúrufræði og fengu til liðs við sig nemendur í 5. og 7. bekk sem voru í myndmenntasmiðjum, til að búa til lotukerfis listaverk í náttúrufræðistofuna. Nemendur …

Lotukerfið – Samstarfsverkefni 5., 7. og 10. b Lesa Meira>>

Rúmfræði og hönnun

Nemendur 10.bekkjar unnu verkefni í tengslum við kaflann um rúmfræði og hönnun. Þeir fengu pappir og límband og áttu að hanna og búa til líkan í þrívíðu formi. Nemendur reiknuðu rúmmál líkansins og skiluðu skýrslu. Þau stóðu sig einstaklega vel og á myndunum má sjá afraksturinn. Kveðja stoltir stærðfræðikennarar í Sunnulæk .