Guðfinna Birgisdóttir

Barátta gegn einelti

Næsta vika verður tileinkuð baráttu gegn einelti. Við munum vinna með góð samskipti og verðum með vinaheimsóknir á milli bekkja. Þriðjudaginn 8. nóvember ætlum við að hafa símalausan dag í öllum skólanum og mælumst til þess að nemendur skilji símana eftir heima. Fimmtudaginn 10. nóvember verður söngstund kl. 8:30

Hringrás vatnsins á jörðinni

Nemendur í myndmenntasmiðju í 4.bekk taka þátt í Barnamenningarhátíð sem fer fram í Reykjavík 5.-10. apríl n.k. Þeir hafa myndskreytt dropa sem munu prýða anddyri Náttúruminjasafns Íslands í Perlunnni, á sýningu sem kallast Hringrás vatnsins á jörðinni.   Nemendur myndskreyttu dropa eftir eigin höfði og munu þeir mynda eitt stórt listaverk sem verður til sýnis …

Hringrás vatnsins á jörðinni Lesa Meira>>

Vetrarfrí

Á mánudag og þriðjudag í næstu viku, 21. og 22. febrúar er vetrarfrí í grunnskólum Árborgar. Sunnulækjarskóli verður lokaður þessa daga ásamt Frístundarhemilinu Hólum. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundatöflu miðvikudaginn 23. febrúar.

Úrslit Pangea stærðfræðikeppninnar

Úrslit Pangea stærðfræðikeppninnar fóru fram þriðjudaginn 27. apríl. Fyrr í vetur hafa farið fram tvær undankeppnir, en alls tóku 3783 nemendur um allt land þátt í fyrstu umferð. Við erum afar stolt að segja frá því að Sunnulækjarskóli átti fimm nemendur í úrslitum en alls voru það 119 nemendur sem komust í úrslit. Í Sunnulækjarskóla …

Úrslit Pangea stærðfræðikeppninnar Lesa Meira>>

Kiwanis hjálmar

Þriðjudaginn 4. maí fengu allir nemendur í 1. bekk Sunnulækjarskóla afhenta reiðhjólahjálma að gjöf. Kiwanis gefur hjálmana og er markmið verkefnisins að stuðla að öryggi barna í umferðinni og koma í veg fyrir alvarleg slys og óhöpp. Börnin voru mjög ánægð með gjöfina og þökkum við góðar gjafir.