Húsnæðið lætur ekki mikið yfir sér en ilmurinn úr HP kökugerð var góður þegar 6. og 7. bekkur í útinámi og leikni mættu til að kynna sér fyrirtækið og starfsemina sem þar er. Grímur Arnarson og Andrea Ýr dóttir hans leiddu okkur í gegnum starfsemina og sögu fyrirtækisins. Síðan var boðið upp á kanilsnúðar, kleinur og kókómjólk sem féll mjög vel í kramið. Við þökkum HP kökugerð kærlega fyrir góðar móttökur.