Vettvangsferð

6. MSG fór í vettvangsferð í gær í tengslum við námsefnið Líkríkið í fersku vatni.

Nemendur hjóluðu að andatjörninni á Gesthúsasvæðinu vopnaðir háfum og krukkum.

Afraksturinn varð fullar krukkur af vatnsköttum, vatnabobbum, brunnklukkum og 2 hornsíli sem verða rannsökuð frekar næstu daga.