Vordagar

Halló

Dagarnir 2., 3. og 4. júní eru vordagar í Sunnulækjarskóla. 2. og 3. júní eru skipulagðir sem sérstakir ferða- og frágangsdagar þar sem kennarar skipuleggja verkefni og nota til vorferða, göngu- eða hjólaferða og útivistar ásamt frágangi á kennslusvæðum og annarra slíkra vorverka.

Fimmtudaginn, 4. júní, verður “Litríki vordagurinn”. Þann dag efnum við til árlegrar skrúðgöngu allra nemenda og starfsmanna skólans um nágrennið og í framhaldi verður farið í margskonar leiki. Deginum lýkur svo með pylsuveislu í hádeginu. Venja hefur verið að hvetja foreldra til þátttöku í þessum vorfagnaði en vegna takmarkana á samkomuhaldi biðjum við foreldra nú um að koma ekki þetta vorið.