Skólaslit og útskrift

Skólaslit verða föstudaginn 5. júní. Athöfnin verður í þrennu lagi.

Kl. 09:00 skólaslit 1. – 5. bekkur

Kl. 11:00 skólaslit 6. – 9. bekkur

Kl. 15:00 útskrift 10. bekkur

Vegna takmarkana á samkomuhaldi munu skólaslit kl. 9:00 og kl. 11:00 verða án foreldra en dagskrá verður þó með svipuðu sniði og venja er til. Gera má ráð fyrir að þær athafnir taki um 40 mínútur að þessu sinni.

Útskrift 10. bekkinga verður kl. 15:00. Athöfnin fer fram í íþróttahúsi Sunnulækjarskóla.

Myndataka verður FYRIR athöfn og þurfa útskrftarnemar að mæta kl 14:20.

Vegna takmarkana á samkomuhaldi getum við einungis tekið á móti tveimur aðstandendum með hverjum útskriftarnema. Að lokinni mun skólinn bjóða til kaffistundar í Fjallasal. Veitingar verða með einfaldara sniði en venja er til og verða í boði skólans.