Vordagar í Sunnulækjarskóla

Dagarnir 4. og 5. júní eru vordagar í Sunnulækjarskóla.

Fyrri dagurinn er skipulagður sem sérstakur ferðadagur þar sem kennarar skipuleggja daginn og nota til vorferða, göngu- eða hjólaferðir og annað álíka.

Seinni daginn, 5. júní, verður “Litríki vordagurinn”. Sá dagur einkennist af samvinnu alls skólasamfélagsins, nemenda, starfsmanna og foreldra. Foreldrum er sérstaklega boðið að taka þátt í deginum og mæta með börnum sínum. Megin atriði þessa dags er 700 manna skrúðganga um nágrenni skólans sem leggur af stað frá skólanum kl. 8:50 um morguninn og síðan leikir og skemmtun eftir frímínútur og endað með grilluðum pylsum í hádeginu.

Skólaslit og útskrift 10. bekkjar

Skólaslit verða fimmtudaginn 6. júní. Athöfnin verður í þrennu lagi.

kl. 09:00 skólaslit 1. – 4. bekkur

kl. 11:00 skólaslit, 5. – 9. bekkur

kl. 15:00 útskrift, 10. bekkur

Við hvetjum foreldra til að koma með börnum sínum á skólaslitin og útskriftina.